Salman Rushdie
Salman Rushdie
Rithöfundurinn Salman Rushdie taldi sig vera að deyja þegar hann varð fyrir grófri hnífstunguárás fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í vitnisburði Rushdie fyrir dómstólum en nú standa yfir réttarhöld yfir árásarmanni hans í New York

Rithöfundurinn Salman Rushdie taldi sig vera að deyja þegar hann varð fyrir grófri hnífstunguárás fyrir tveimur árum. Þetta kemur fram í vitnisburði Rushdie fyrir dómstólum en nú standa yfir réttarhöld yfir árásarmanni hans í New York. Í umfjöllun BBC segir að saksóknari hafi kallað Rushdie fyrstan til vitnis og beðið hann um að rifja upp stundirnar fyrir og eftir árásina. „Ég var viss um að ég væri að deyja – það kom fyrst upp í huga minn.“ Rushdie sagði meðal annars að það hefði verið sársaukafyllst að fá hnífinn í augað og fjarlægði gleraugun til þess að sýna ummerkin. „Eins og þið sjáið er þetta það sem er eftir. Ég sé ekkert með auganu,“ sagði Rushdie. Sakborningurinn sýndi engin viðbrögð á meðan Rushdie bar vitni. Verði hann sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisvist. Réttarhöldin gæti tekið tíu daga.