— Samsett mynd/Gofundme/AFP
Þegar sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu fyrir rúmum tveimur vikum sýndi Andre „Tre“ Howard III, 10 ára, ótrúlegt hugrekki. Hann hlífði fjögurra ára systur sinni með eigin líkama frá fljúgandi braki og hlaut lífshættulega höfuðáverka

Þegar sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu fyrir rúmum tveimur vikum sýndi Andre „Tre“ Howard III, 10 ára, ótrúlegt hugrekki. Hann hlífði fjögurra ára systur sinni með eigin líkama frá fljúgandi braki og hlaut lífshættulega höfuðáverka.

Faðir hans, Andre Howard Jr., reyndi að forða fjölskyldunni en áður en hann gat brugðist við kallaði Andre: „Leggstu niður, litla mín!“ Skömmu síðar fékk hann stóra málmflís í höfuðið.

Þrátt fyrir þetta voru fyrstu orð hans eftir aðgerðina: „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“

Andre er enn að jafna sig eftir slysið en saga hans hefur haft áhrif á marga.

Lestu nánar um hetjudáð Andres í jákvæðum fréttum á K100.is.