Logi Einarsson
Logi Einarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Diljá Mist Einarsdóttir lagði á dögunum fram fyrirspurn til Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um auglýsingasölu Ríkisútvarpsins. Diljá spyr meðal annars að því hvort ráðherra hyggist bregðast við aukinni auglýsingasölu Rúv

Diljá Mist Einarsdóttir lagði á dögunum fram fyrirspurn til Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um auglýsingasölu Ríkisútvarpsins. Diljá spyr meðal annars að því hvort ráðherra hyggist bregðast við aukinni auglýsingasölu Rúv. þrátt fyrir markmið um minni umsvif Rúv. á auglýsingamarkaði samkvæmt þjónustusamningi. Sömuleiðis spyr hún að því hvernig aukin auglýsingasala Rúv. í fyrra samræmist markmiðum um minni umsvif ríkisfyrirtækisins á auglýsingamarkaði.

Það verður fróðlegt að sjá svörin þegar og ef þau koma, en eins og spurningarnar bera með sér þá hefur Ríkisútvarpið ekkert gert með þjónustusamning þann sem það gerði við forvera Loga í árslok 2023 og gildir fyrir árin 2024 til 2027.

Fyrir liggur að ekkert var gert í fyrra með áform um að draga úr auglýsingasölu og það sem verra er, í rekstraráætlun fyrir þetta ár er ætlunin að halda áfram með óbreyttum hætti.

Það hlýtur að teljast einstök óskammfeilni hjá útvarpsstjóra, sem undirritaði samninginn við ráðherra, að leggja slíka áætlun fyrir stjórn. Og það má teljast ótrúlegt eftirlitsleysi stjórnar að láta stofnunina komast upp með þetta. Mun ráðherra gera eitthvað í því?