Styrkjamálið svonefnda kann að leiða til mikilla breytinga á fjármálum og fjármögnun stjórnmálaflokka, segja stjórnarandstöðuþingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Bergþór Ólason.
Í gær var kynnt að tvö frumkvæðismál varðandi opinbera styrki yrðu tekin á dagskrá stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Þau eru bæði margþætt og flókin og kunna að taka töluverðan tíma í meðförum. Ljóst þykir að fundur nefndarinnar með fjármálaráðherra verði opinn, en þeir kunni vel að verða fleiri, enda mikilvægt að almenningur hafi innsýn í umfjöllun, sem varðar þingmenn sjálfa.
Þeir telja ekki útilokað að tekið verði fyrir alla ríkisstyrki til flokkanna. Ýmsir brestir hafi komið í ljós, þar á meðal möguleikar til misnotkunar þeirra.