Örn Guðmundsson fæddist 17. janúar 1944. Hann lést 29. janúar 2025.

Útförin fór fram 11. febrúar 2025.

Við kveðjum Örn með þakklæti og hlýju, en hann og Petra voru bæði mömmu heitinni og okkur systkinunum alltaf góð. Minning um góðan mann lifir.

Umhyggju og ástúð þína

okkur veittir hverja stund.

Ætíð gastu öðrum gefið

yl frá þinni hlýju lund.

Gáfur prýddu fagurt hjarta,

gleðin bjó í hreinni sál.

Í orði og verki að vera sannur

var þitt dýpsta hjartans mál.

(Ingibjörg Sigurðardóttir)

Ómar, Sara og Rakel.