Skjól Stilla úr mynd Anastasiiu Bortuali.
Skjól Stilla úr mynd Anastasiiu Bortuali.
Tímabundið skjól nefnist heimild­armynd sem frumsýnd verður í Bíó Paradís 24. febrúar kl. 18.30, en þann dag verða þrjú ár liðin frá innrás Rússa í Úkraínu. „Anastasiia Bortuali, sem leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd, flúði sjálf frá Úkraínu ásamt fjölskyldu sinni árið 2022

Tímabundið skjól nefnist heimild­armynd sem frumsýnd verður í Bíó Paradís 24. febrúar kl. 18.30, en þann dag verða þrjú ár liðin frá innrás Rússa í Úkraínu. „Anastasiia Bortuali, sem leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd, flúði sjálf frá Úkraínu ásamt fjölskyldu sinni árið 2022. Í myndinni dregur hún fram einstakar sögur úkraínskra flóttamanna sem fundu sér skjól á Íslandi. Myndin varpar ljósi á styrk mannsandans þegar fólk finnur ljós og gleði á óvæntum stöðum þrátt fyrir missi, óvissu og tímabundnar lausnir í landi þar sem náttúran birtist bæði í stórbrotnu og ógnandi ljósi,“ segir í tilkynningu frá Helga Felixsyni sem framleiðir myndina. Þar er rifjað upp að myndin hafi verið á heimsfrumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto við góðar viðtökur. Leikstjórinn situr fyrir svörum að sýningu lokinni.