Þjóðleikhúsið frumsýnir Línu Langsokk á Stóra sviðinu í september í leikstjórn Agnesar Wild og þýðingu Þórarins Eldjárn. „Hver kynslóð þarf að kynnast sterkustu stelpu í heimi sem lætur sig ekki muna um að lyfta hestinum sínum á góðum degi eða …

Þjóðleikhúsið frumsýnir Línu Langsokk á Stóra sviðinu í september í leikstjórn Agnesar Wild og þýðingu Þórarins Eldjárn. „Hver kynslóð þarf að kynnast sterkustu stelpu í heimi sem lætur sig ekki muna um að lyfta hestinum sínum á góðum degi eða hafa tvær löggur undir ef því er að skipta,“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar kemur fram að leikhópurinn verður kynntur í næsta mánuði, en á sama tíma hefjast prufur fyrir börn á aldrinum 10-15 ára sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni við hlið atvinnuleikaranna. Allar nánari upplýsingar má finna á vef leikhússins. Tónlistarstjóri verður Karl Olgeirsson, Finnur Arnar hannar leikmynd og Eva Björg Harðardóttir búninga.