Norður ♠ Á9 ♥ Á873 ♦ K532 ♣ 1097 Vestur ♠ 2 ♥ KDG62 ♦ D986 ♣ KD5 Austur ♠ G1085 ♥ 1095 ♦ G10 ♣ G642 Suður ♠ KD7643 ♥ 4 ♦ Á74 ♣ Á83 Suður spilar 4♠

Norður

♠ Á9

♥ Á873

♦ K532

♣ 1097

Vestur

♠ 2

♥ KDG62

♦ D986

♣ KD5

Austur

♠ G1085

♥ 1095

♦ G10

♣ G642

Suður

♠ KD7643

♥ 4

♦ Á74

♣ Á83

Suður spilar 4♠.

Í sveitakeppni opnaði vestur við bæði borð á 1♥ og NS enduðu í 4♠. Út kom ♥K við bæði borð.

Við annað borðið sá sagnhafi að útlitið var harla gott, 10 slagir voru innan seilingar. Hann byrjaði því á að drepa með ♥Á og tók ♠Á og ♠K. Spaðinn lá hins vegar ekki eins og hann átti að gera og þegar tígullinn lá heldur ekki 3-3 endaði sagnhafi einn niður.

Við hitt borðið ákvað sagnhafi að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða ef trompið skyldi liggia illa. Hann trompaði því hjarta í öðrum slag, tók næst ♠K og spilaði spaða á ásinn. Þegar legan kom í ljós gat sagnhafi nú trompað aftur hjarta, tekið spaðadrottninguna, ♣Á og ♦ÁK. Nú var hann staddur inni í borði, spilaði þaðan hjarta og tryggði sér 10. slaginn á ♠7 með framhjáhlaupi.