Kristín Lárusdóttir sellóleikari og skáldið Anton Helgi Jónsson flytja ljóða- og tónlistarsyrpuna Birta myrkursins í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag, 20. febrúar, kl. 12. Í tilkynningu segir að þau blandi saman „orðum og hljómum sem magna bæði fram…
Kristín Lárusdóttir sellóleikari og skáldið Anton Helgi Jónsson flytja ljóða- og tónlistarsyrpuna Birta myrkursins í Fríkirkjunni við Tjörnina í dag, 20. febrúar, kl. 12. Í tilkynningu segir að þau blandi saman „orðum og hljómum sem magna bæði fram léttleika og alvöru, þar birtast margvíslegar þversagnir úr heimi skáldskaparins og kalla hlébarða til vitnis með ýmsu móti.“ Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum.