Dýr í Animal Adventure Park í New York undirbúa sig undir afar óvenjulegt listaverkauppboð sem hægt verður að fylgjast með í marsmánuði. Mörgæsir, flóðsvín, letidýr og gíraffar hafa verið að skapa sín eigin meistaraverk, sem verða boðin upp á góðgerðarviðburðinum Dream Big Gala þann 15
Dýr í Animal Adventure Park í New York undirbúa sig undir afar óvenjulegt listaverkauppboð sem hægt verður að fylgjast með í marsmánuði. Mörgæsir, flóðsvín, letidýr og gíraffar hafa verið að skapa sín eigin meistaraverk, sem verða boðin upp á góðgerðarviðburðinum Dream Big Gala þann 15. mars. Dýragarðsverðir nota mat og ýmsa leiki til að hvetja dýrin til að mála, og myndir af þeim að störfum hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Uppboðið verður einnig opið á netinu fyrir listunnendur. Nánar um málið á K100.is.