Ásta S. Fjeldsted
Ásta S. Fjeldsted
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festar, fjallar í viðtali við Viðskiptablaðið meðal annars um umsvif ríkisins á samkeppnismarkaði og hve erfitt sé fyrir einkafyrirtæki að keppa við hið opinbera. Þessi samkeppni snúist ekki aðeins um sölu á vöru og…

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festar, fjallar í viðtali við Viðskiptablaðið meðal annars um umsvif ríkisins á samkeppnismarkaði og hve erfitt sé fyrir einkafyrirtæki að keppa við hið opinbera.

Þessi samkeppni snúist ekki aðeins um sölu á vöru og þjónustu heldur eigi einkafyrirtæki líka í erfiðleikum með að keppa við hið opinbera um starfsfólk. Hún vísar í því sambandi í skýrslu Viðskiptaráðs þar sem sýnt er fram á að sérréttindi opinberra starfsmanna umfram réttindi á almenna markaðnum jafngildi 19% kauphækkun.

Þar komi til mun meiri veikindaréttur, eða 95 veikindadagar á ári eftir eitt ár í vinnu á móti 24 dögum, og uppsagnarverndin sé einnig mun ríkari auk þess sem hið opinbera bjóði upp á styttri vinnuviku og lengra orlof.

Þrátt fyrir þetta bjóði hið opinbera iðulega jafn há eða hærri laun en fyrirtæki á almenna markaðnum. „Fyrir vikið erum við og fleiri einkafyrirtæki að missa gott starfsfólk til hins opinbera. Hvernig eigum við að geta keppt við þetta?“ spyr Ásta, og skyldi engan undra.

Ríkisstjórnin segist vilja hagræða í rekstri ríkisins. Ætli nokkur leið væri áhrifaríkari í þeim efnum en að jafna kjör opinberra starfsmanna og starfsmanna á almenna markaðnum? Örugglega ekki, en enginn skyldi þó búast við að ríkisstjórnin ráðist í þess háttar hagræðingu.