Evrópuferðir er nýleg íslensk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir til Evrópu. Ferðirnar eru þaulskipulagðar með það að markmiði að stytta ferðalöngum sporin og láta draumaferðalagið sem býr í hugum þeirra verða að veruleika,“ segir Þráinn Vigfússon eigandi Travel 2 sem býður upp á Evrópuferðir.is og Ameríkuferðir.is.
„Ferðaskrifstofan Evrópuferðir býður upp á ógleymanlegar ferðir vítt og breitt um Evrópu og höfða þær til allra hópa samfélagsins; einstaklinga, para á öllum aldri og fjölskyldna. Við leggjum okkur fram að gefa viðskiptavinum gott verð og halda kostnaði í lágmarki. Við erum því ekki með fararstjóra á staðnum en pössum upp á að allt sé unnið fyrirfram eins og rástímar í golfi sem viðskiptavinir fá strax við bókun,“ segir Þráinn.
„Hjá Ameríkuferðum erum við nú að kynna mjög spennandi ferð um Villta vestrið, sem verður í lok september. Við stefnum á að hafa fulla rútu af Íslendingum þar sem farið verður um alla helstu staði vesturstrandarinnar og helstu þjóðgarða Ameríku. Dæmi um staði sem heimsóttir verða eru stórborgirnar Los Angeles, San Francisco og Las Vegas og helstu náttúruundur eins og Grand Canyon, Bryce Canyon og fleira,“ segir hann.
Stjórnandi í ferðafyrirtækjum í þrjá áratugi
Þráin þekkja margir enda hefur hann sinnt stjórnendastöðum hjá nokkrum af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins síðustu þrjá áratugina; hjá Kynnisferðum, Iceland Travel og Icelandair en síðustu ár gegndi Þráinn stöðu framkvæmdastjóra hjá VITA. „Ég hef fylgst grannt með því hvers konar ferðir eru í boði hjá hinum ferðaskrifstofunum og sá gat á markaðnum sem ég er nú að fylla upp í,“ segir hann.
Evrópuferðir hafa í vetur boðið upp á vetrarsól til eyjanna Tenerife, Gran Canaria, Fuerteventura og Madeira en tvær þær síðustu eru tiltölulega nýjar í vetrarferðaflóru Íslendinga sem hafa tekið þeim opnum örmum. „Ég mæli eindregið með því að heimsækja blómaeyjuna fögru Madeira. Við bjóðum upp á frábær hótel á eyjunni en þess má geta að eyjabúar eru mjög ánægðir að fá ferðamenn og er mikið um skemmtilega afþreyingu á staðnum. Maturinn er einstakur og það virðast allir finna eitthvað við sitt hæfi á Madeira sem býður upp á heitt og gott loftslag núna. Á Madeira má finna evrópska menningu en eyjan er nær Afríku en meginlandi Evrópu í kílómetrum talið, sem útskýrir þær rúmar 20 gráður á celsíus sem þar eru núna.“
Áramótaferðin í „höllina“ í Fuerteventura sló í gegn
Travel 2 hefur boðið upp á Evrópuferðir í eitt ár og er hátt hlutfall þeirra sem hafa keypt ferðir einu sinni og koma aftur. „Ég upplifði þessa ánægju frá fyrstu hendi með hópi fólks í Fuerteventura, sem er næststærst Kanaríeyja utan við strönd Vestur-Afríku í Atlantshafinu. Þetta var um síðustu áramót og gistum við á Elba Palace sem er fimm stjörnu hótel á miðjum golfvellinum. Þar spiluðum við golf allan daginn í dásamlegu veðri á stuttbuxunum,“ segir Þráinn og hvetur lesendur til að skoða heimasíðuna Evrópuferðir.is til að sjá ferðir á hótelið á næstunni.
Þess má geta að Elba Palace er í einungis 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Þar eru góðir veitingastaðir, sólbaðsaðstaða og stutt á ströndina og í fjölbreytt mannlífið í borginni Rosario. „Verðið í þessa ferð er frá 269.000 krónum á manninn miðað við tvo í herbergi í viku. Innifalið í verðinu er ótakmarkaður aðgangur að golfvellinum og hálft fæði þar sem gestir hótelsins fá dýrindis morgunmat og kvöldmat. Það voru allir gífurlega ánægðir í áramótaferðinni enda var haldið upp á gamlárskvöld með pompi og prakt í sólinni. Hótelið er tignarlegt með marmara og góðum rúmum, í raun eins og lítil höll með 50 glæsilegum herbergjum,“ segir Þráinn og nefnir dæmi um matarupplifunina á staðnum. „Boðið er upp á forrétta- og eftirréttahlaðborð á kvöldin en allir gestir velja sér aðalrétt af matseðlinum eftir smekk. Þeir sem voru á hótelunum okkar við ströndina sem eru bara rétt við golfvöllinn, Sheraton, Elba Sara og Elba Carlota, voru mjög ánægðir með dvölina og matinn enda var dekrað við alla gesti á gala-kvöldverðinum um áramótin þar sem allt var frítt og barinn opinn allt kvöldið sem endaði með glæsilegri flugeldasýningu yfir sjónum.“
Madeira allt árið, Fuerteventura um páskana og Portúgal í sumar
Hvert ættum við að fara um páskana?
„Ég ráðlegg fólki að skoða Fuerteventura eða Algarve og velja sér gott fjögurra eða fimm stjörnu hótel af síðunni okkar þar sem allt er innifalið. Einnig mæli ég með Madeira yfir allt árið þar sem flugfélagið PLAY var að bæta við flugferðum. Eins mæli ég með því að fara að huga að ferðalögum fyrir sumarið en þá kemur Algarve í Portúgal sterkt inn. Algarve er frábær fjölskylduparadís en við bjóðum upp á fjögur hótel á Algarve, það besta sem staðurinn hefur upp á að bjóða að okkar mati.“
Þráinn er hrifinn af 3HB Guarana sem er fjögurra stjörnu strandhótel í litlum bæ sem heitir Olhos de Ahua við hliðina á Albufeira í Portúgal. „Við bjóðum upp á þetta hótel þar sem allt er innifalið en á 3HB Guarana má finna sérstaklega gott hlaðborð með alls kyns hágæða sjávar- og kjötréttum. Það allra besta sem ég hef fundið hingað til. Drykkir eru einnig innifaldir í verðinu en á hótelinu eru fjórir veitingastaðir, fimm barir, fjórar sundlaugar, líkamsrækt og íþróttavöllur svo eitthvað sé nefnt. Þetta er því sannkölluð paradís fyrir fjölskyldurnar í sumar og verðið mun koma ykkur á óvart,“ segir Þráinn og bætir við að mikil gæði séu fólgin í því að fá sérvalið hótel af fagfólki í ferðaiðnaðinum.
„Ef þú ætlar sem dæmi á Tenerife og skoðar hótel á Bookings færðu allt að þúsund hótel að velja úr. Ef þú skoðar Evrópuferðir.is þá sérðu að við höfum valið nokkur hótel sem við þekkjum vel og getum mælt með. Þar sem þú færð mikið fyrir peningana eða eins og slagorðið okkar segir: „Value for money“.“
Bjóða upp á persónulega þjónustu
Hákon Þráinsson, sölu- og þróunarstjóri Travel 2, starfar ásamt föður sínum í fyrirtækinu en hann hefur góða reynslu úr flug- og hótelrekstri. Hann segir rannsóknir sýna að viðskiptavinir vilja persónulega þjónustu þegar kemur að ferðalögum. Gervigreindin virðist ekki vera að leysa af mannlega þáttinn á þessu sviði. Því hafa þeir feðgar opnað skrifstofu í glæsilegu húsnæði í Hlíðasmára 2 í Kópavogi. „Við viljum hvetja alla til að koma í heimsókn til okkar, fá sér kaffi og fræðast meira um ferðirnar okkar. Heimasíðurnar Evrópuferðir.is og Ameríkuferðir.is eru í sífelldri þróun, en þar er hægt að kaupa ferðir og að setja inn fyrirspurnir sem við svörum á innan við sólarhring,“ segir Þráinn Vigfússon eigandi Evrópuferða í lokin.