Knattspyrnumaðurinn Atli Sigurjónsson hefur framlengt samning sinn við KR og mun hann leika með liðinu næstu tvö tímabil. Atli var samningslaus eftir síðasta tímabil og var því án félags í tæpa þrjá mánuði
Knattspyrnumaðurinn Atli Sigurjónsson hefur framlengt samning sinn við KR og mun hann leika með liðinu næstu tvö tímabil. Atli var samningslaus eftir síðasta tímabil og var því án félags í tæpa þrjá mánuði. Atli kom fyrst til KR frá uppeldisfélaginu Þór árið 2012 og skipti yfir til Breiðabliks árið 2016. Hann sneri svo aftur til KR árið 2017. Í 238 leikjum í efstu deild hér á landi hefur Atli skorað 36 mörk. Hann skoraði sex mörk í 23 leikjum með KR síðasta sumar.