Norður ♠ K63 ♥ Á976 ♦ 7 ♣ ÁKG92 Vestur ♠ G754 ♥ 3 ♦ ÁK1094 ♣ 1065 Austur ♠ D10 ♥ D1054 ♦ 8532 ♣ 874 Suður ♠ Á982 ♥ KG82 ♦ DG6 ♣ D3 Suður spilar 6♥

Norður

♠ K63

♥ Á976

♦ 7

♣ ÁKG92

Vestur

♠ G754

♥ 3

♦ ÁK1094

♣ 1065

Austur

♠ D10

♥ D1054

♦ 8532

♣ 874

Suður

♠ Á982

♥ KG82

♦ DG6

♣ D3

Suður spilar 6♥.

Margir telja að Pólverjinn Michal Klukowski, sem raunar spilar fyrir Sviss, sé besti bridsspilari heims um þessar mundir. Þótt hann sé aðeins 28 ára hefur hann þrívegis unnið Bermúdaskálina auk fjölda annarra móta, þar á meðal Bridshátíð á dögunum.

Spilið að ofan kom fyrir í leik Sviss og Noregs á EM árið 2022. Klukowski og Piotr Gawrys renndu sér í 6♥ eftir að Tor Eivind Grude í vestur, sem passaði í byrjun, stakk inn 2♦. Hann spilaði svo út ♦Á og meiri tígli sem Klukowski trompaði í blindum. Hann tók ♥Á og spilaði ♥9. Geir Helgemo í austur lét lítið, það gerði Klukowski einnig og nían hélt slag! Hann svínaði næst ♥G og vann sitt spil.

Klukowski sagðist á eftir hafa talið, að fyrst vestur opnaði ekki á veikum 2♦ ætti hann 4-lit í spaða til hliðar og einspil í hjarta. „Ég fylgdi tilfinningunni,“ sagði hann á eftir.