Samið Ragnar Ingi Kristjánsson, Kristmann Kristmannsson og Jóhann Bæring Gunnarsson.
Samið Ragnar Ingi Kristjánsson, Kristmann Kristmannsson og Jóhann Bæring Gunnarsson.
Eyjamenn og Ísfirðingar hafa ákveðið að leggjast saman á árarnar við framleiðslu á eldislaxi í þeim skilningi að Laxey og Ístækni hafa gert með sér samstarfssamning. Forráðamenn fyrirtækjanna undirrituðu í vikunni samning um afhendingu á…

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Eyjamenn og Ísfirðingar hafa ákveðið að leggjast saman á árarnar við framleiðslu á eldislaxi í þeim skilningi að Laxey og Ístækni hafa gert með sér samstarfssamning.

Forráðamenn fyrirtækjanna undirrituðu í vikunni samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir sláturhús Laxeyjar í gæðaframleiðslu á landeldislaxi.

Laxey rekur landeldi í Vestmannaeyjum og þar er sláturhús í undirbúningi. Ístækni er nýlegt fyrirtæki á Ísafirði en eigendur fyrirtækisins keyptu vélar og búnað sem bauðst eftir að Skaginn 3X hætti starfsemi á Ísafirði. Áður var til fyrirtækið 3X-Stál ehf. á Ísafirði og vakti talsverða athygli um tíma. Fékk til að mynda útflutningsverðlaun forsetaembættisins. „Samningurinn nær yfir afhendingu og uppsetningu alls vinnslubúnaðar, allt frá slátrun að flokkunarlínu. Tækin samanstanda af blæði-/kælitanki, handslægingarlínu, auk þvottakerfis fyrir sjálfvirk þrif búnaðarins,“ segir í fréttatilkynningu vegna samningsins.

Laxey stefnir að framleiðslu á 32 þúsund tonnum af laxi úr landeldi samkvæmt því sem fram kemur á vef fyrirtækisins. Í síðasta mánuði var greint frá því að fyrirtækið hefði gert samning við Marel um vinnslu- og hugbúnað.

Höf.: Kristján Jónsson