Samningur Alexia Leong, yfir viðskiptaánægju hjá AirAsia, og Sveinn Akerlie forstjóri AviLabs brostu sínu breiðasta yfir samningnum.
Samningur Alexia Leong, yfir viðskiptaánægju hjá AirAsia, og Sveinn Akerlie forstjóri AviLabs brostu sínu breiðasta yfir samningnum. — Ljósmynd/Aðsend
Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið AviLabs gerði nýlega samning við lággjaldaflugfélagið AirAsia um notkun á hugbúnaðinum Plan3. Hugbúnaðarlausnin Plan3 gerir flugfélögum kleift að draga úr kostnaði og bæta upplifun farþega þegar raskanir eiga sér…

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið AviLabs gerði nýlega samning við lággjaldaflugfélagið AirAsia um notkun á hugbúnaðinum Plan3.

Hugbúnaðarlausnin Plan3 gerir flugfélögum kleift að draga úr kostnaði og bæta upplifun farþega þegar raskanir eiga sér stað, auk þess að stýra samskiptum við farþega með einföldum hætti.

Félagið var stofnað árið 2019 af hópi með viðamikla reynslu af flugrekstri og hugbúnaðarþróun. Forstjóri AviLabs, Sveinn Akerlie, segir samninginn marka mikil tímamót hjá fyrirtækinu enda sé AirAsia eitt stærsta lággjaldaflugfélag Asíu.

„Þessi samningur skiptir okkur mjög miklu máli, bæði vegna þess að AirAsia er eitt stærsta lággjaldaflugfélag Asíu og tæknilega þenkjandi. Þar sem þetta er stórt flugfélag hjálpar það okkur að komast inn á þennan markað sem og sýna fram á getu Plan3 á þessum nýja markaði,” segir Sveinn í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að AirAsia samanstandi af sjö lággjaldaflugfélögum sem muni öll nota Plan3-hugbúnaðinn.

Spurður um verðmæti samningsins kveðst Sveinn ekki getað nefnt neinar tölur en staðfesti að hann væri mjög umfangsmikil fyrir AviLabs. „Það er ekki ofsögum sagt að þessi samningur setur styrkari stoðir undir reksturinn hjá okkur,” segir Sveinn.

Hann bendir jafnframt á að AirAsia sé gríðarlega stórt flugfélag á íslenskum mælikvarða.

„Það er skemmtilegt að segja að frá þeirri staðreynd að AirAsia er mjög stórt á íslenskum mælikvarða. Til að mynda flugu gróflega100 milljónir farþega með félaginu á síðasta ári, en 8 milljónir farþega fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll,” segir Sveinn að lokum.

Höf.: Arinbjörn Rögnvaldsson