Norður ♠ D9654 ♥ ÁKD ♦ G9 ♣ G32 Vestur ♠ ÁKG102 ♥ 63 ♦ Á54 ♣ 765 Austur ♠ 87 ♥ 92 ♦ KD108763 ♣ Á9 Suður ♠ 3 ♥ G108754 ♦ 2 ♣ KD1083 Suður spilar 4♥

Norður

♠ D9654

♥ ÁKD

♦ G9

♣ G32

Vestur

♠ ÁKG102

♥ 63

♦ Á54

♣ 765

Austur

♠ 87

♥ 92

♦ KD108763

♣ Á9

Suður

♠ 3

♥ G108754

♦ 2

♣ KD1083

Suður spilar 4♥.

Þegar maður opnar á 4♥ með gosann sjötta, er það ekki siðferðisleg skylda makkers að leggja upp ÁKD í trompi?

Það fannst Michal Nowosadzki að minnsta kosti í úrslitaleik vetrarleika Bridssambansds Evrópu sem haldnir voru í Prag í vikunni í annað sinn. Hann opnaði á 4♥ í fyrstu hendi í spilinu að ofan, allir sögðu pass. Nowoasadzki hefur væntanlega þakkað Pierre Zimmermann fyrir blindan enda vannst spilið slétt.

Við hitt borðið sátu Jacek Kalita og Michal Klukowski AV en Klukowski, sem fjallað var um í þættinum í gær, vann þarna enn eitt mótið. Þar opnaði Kiril Marinowski á 2♦, veikt með hálit og síðan tóku NS ekki frekari þátt í sögnum. Klukowski í austur varð sagnhafi í 4♦, fékk 11 slagi og gat skrifað 12 impa í plúsdálkinn. Sveit Zimmermanns vann síðan úrslitaleikinn.