Tónlistarkonan Sigurdís hefur samið og útsett tvö ný kórverk fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í tilefni af 100 ára afmæli kórsins, að því er segir í tilkynningu en verkin eru við ljóð Jónasar Tryggvasonar sem var afabróðir Sigurdísar.
Kórinn mun frumflytja „Draumur undir Dimmuborg“ á fyrstu tónleikum afmælisársins sem haldnir verða í Blönduóskirkju á þriðjudaginn, þann 25. febrúar, kl. 20 og mun Sigurdís syngja einsöng og spila á píanó í því verki. Aðgangseyrir á tónleikana er 5.000 krónur en kórinn mun einnig halda afmælistónleika í Miðgarði í Varmahlíð þann 29. mars og tvenna tónleika þann 12. apríl á Hvammstanga og í Borgarnesi.