Aldarafmæli Sigurdís hefur samið og útsett tvö ný verk fyrir kórinn.
Aldarafmæli Sigurdís hefur samið og útsett tvö ný verk fyrir kórinn.
Tónlistarkonan Sigurdís hefur samið og útsett tvö ný kórverk fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í tilefni af 100 ára afmæli kórsins, að því er segir í tilkynningu en verkin eru við ljóð Jónasar Tryggvasonar sem var afabróðir Sigurdísar

Tónlistarkonan Sigurdís hefur samið og útsett tvö ný kórverk fyrir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í tilefni af 100 ára afmæli kórsins, að því er segir í tilkynningu en verkin eru við ljóð Jónasar Tryggvasonar sem var afabróðir Sigurdísar.

Kórinn mun frumflytja „Draumur undir Dimmuborg“ á fyrstu tónleikum afmælisársins sem haldnir verða í Blönduóskirkju á þriðjudaginn, þann 25. febrúar, kl. 20 og mun Sigurdís syngja einsöng og spila á píanó í því verki. Aðgangseyrir á tónleikana er 5.000 krónur en kórinn mun einnig halda afmælistónleika í Miðgarði í Varmahlíð þann 29. mars og tvenna tónleika þann 12. apríl á Hvammstanga og í Borgarnesi.