Neskirkja við Hagatorg.
Neskirkja við Hagatorg. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
AKRANESKIRKJA | Konudagsmessa kl. 20. Konur úr Kór Akraneskirkju leiða söng undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar organista. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Kaffisopi í Safnaðarheimili eftir messu

AKRANESKIRKJA | Konudagsmessa kl. 20. Konur úr Kór Akraneskirkju leiða söng undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar organista. Prestur er Ólöf Margrét Snorradóttir. Kaffisopi í Safnaðarheimili eftir messu. Sunnudagaskóli fellur niður vegna vetrarleyfis.

ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási að messu lokinni.

ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 17. Sr. Bolli Pétur Bollason þjónar fyrir altari og Seimur, kór Ástjarnarkirkju, syngur. Að messu lokinni verður öllum boðið upp á heitan kvöldmat.

BESSASTAÐASÓKN | Íþrótta- og sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Vilborg Ólöf djákni, Þórdís, Þórey María og Þórarinn. Konudagsguðsþjónusta í Garðakirkju í samstarfi við Kvenfélag Álftaness kl. 17. Gréta Konráðsdóttir djákni flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt djáknunum Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur og Margréti Gunnarsdóttur. Gestasöngvari er Guðrún Gunnarsdóttir. Ástvaldur Traustason er organisti.

BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Umfjöllunarefni stundarinnar er konur í Biblíunni. Séra Anna Eiríksdóttir, kirkjukór Borgarneskirkju og Dóra Erna.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Pétur Ragnhildarson. Í tilefni af Biblíudeginum mun dr. Gunnlaugur A. Jónsson flytja erindið „Ég hef augu mín til fjallanna. 121. Davíðssálmur og biblíuþýðingar“ eftir messuna í safnaðarsalnum. Messukaffi eftir stundina. Sunnudagaskóli á sama tíma.

BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessan sunnudag kl. 11. Sólveig og séra Þorvaldur leiða stundina, ásamt Ásdísi Magdalenu sem verður á flyglinum. Samverustund í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Guðsþjónusta kl. 13. Rósir verða afhentar við kirkjudyr í tilefni konudags. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.

DIGRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Gróa Hreinsdóttir organisti tekur nokkur Bítlalög á orgelið, söngsystur leiða söng og prestur er Helga Bragadóttir. Íþrótta- og sunnudagaskóli kl. 11. Embla, Jakob og Sigríður Sól hafa umsjón. Súpa/grautur eftir stundirnar.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn. Minnum á bænastund alla þriðjudaga kl. 12 og Bach-tónleika öll þriðjudagskvöld kl. 20.

FELLA- og Hólakirkja | Biblíudagurinn. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Ragnhildur og Birgir leiða tónlistina. Í tilefni af Biblíudeginum verður boðið upp á heitan kvöldverð kl. 19 í anda Biblíunnar. Allir velkomnir í mat og messu.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Konudagurinn. Séra Hjörtur Magni safnaðarprestur Fríkirkjunnar leiðir stundina. Prédikun flytur Ebba Margrét Magnúsdóttir, læknir. Konur lesa ritningartexta úr Biblíunni. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Fermingarungmenni og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta.

GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.
Organisti er Arngerður M. Árnadóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón sr. Aldís Rut Gísladóttir og Margrét Heba Atladóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. Vörðumessa í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Arngerður M. Árnadóttir. Tónlist, heilög máltíð og kertaljós.

GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á konudaginn. Allar konur fá rós í tilefni dagsins. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum kirkjunnar. Jónas Þórir ásamt kór Grensáskirkju leiða söfnuðinn í söng. Fyrirbænastund er í Grensáskirkju alla þriðjudaga kl. 12.10.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta á konudag kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Boðið verður upp á bubblur og konfekt. Allar konur fá rauða rós. Sunnudagaskóli í umsjá Tinnu Rósar og Laufeyjar. Kirkjuvörður er Guðný Aradóttir.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Í konudagsmessu þann 23. febrúar kl. 11 mun sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédika en hún er fyrsta konan sem hlaut prestvígslu hér á landi. Sr. Sighvatur Karlsson þjónar fyrir altari. Organisti er Kári Þormar og Barbörukórinn syngur.
Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Kór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Kristbjörg Katla Hinriksdóttir, Rósa Hrönn Árnadóttir og Erlendur Snær Erlendsson sjá um barnastarfið.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 20. Félagar úr kór Spectrum leiða sönginn, Gróa Hreinsdóttir er organisti og prestur er Helga Bragadóttir. Kaffi, molar og spjall eftir messu.

HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Guðsþjónusta kl. 14.15 á sal á 2. hæð. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir með sínu fólki.

HÓLADÓMKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur þjónar. Organisti er Jóhann Bjarnason. Kór Hóladómkirkju leiðir söng.

HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Translation into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reuniónes en español. 60+ starfið í Fíladelfíu. Samvera annan hvern fimmtudag kl. 12. Matur, hugvekja, söngur. Allir 60 ára og eldri innilega velkomnir.

ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 22. febr. kl. 11. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Hressing, kaffi og spjall. Íslensk guðsþjónusta verður í V-Frölundakirkju sun. 23. febr. kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Prestur er Ágúst Einarsson.

ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma með lifandi prédikun, lofgjörð og fyrirbænum kl. 13. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi eftir samkomuna.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagaskóli og messa kl. 11. Rut, Jón Ingi, Grybos og Helga taka vel á móti börnunum. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari með aðstoð Þóreyjar Eyþórsdóttur messuþjóns. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista. Súpa og brauð í Kirkjulundi að guðsþjónustu lokinni.

KIRKJA heyrnarlausra | Messa verður í Grensáskirkju 23. febrúar kl. 14. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar. Kaffi eftir messu.

KIRKJUSELIÐ í Spöng | Vörðumessa kl. 13. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Arngerður M. Árnadóttir. Tónlist, heilög máltíð og kertaljós.

KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Elísu Elíasdóttur organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar, Margrét Rut Valdimarsdóttir leiðir sunnudagaskólann. Léttur hádegisverður að messu lokinni.

LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Sigurður Jónsson og Karlakórinn Esja syngur undir stjórn Kára Allanssonar. Boðið verður upp á kjötsúpu í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

LÁGAFELLSKIRKJA | Sunnudagaskólinn kl. 13 sunnudag. Konudagsmessa kl. 20. Prestur er Henning Emil Magnússon. Kvennakórinn Stöllurnar syngur undir stjórn Heiðu Árnadóttur. Organisti er Árni Heiðar Karlsson.

NESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Biblían er þema dagsins. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Steinunn A. Björnsdóttir. Söngur og gleði í sunnudagaskólanum sem sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, Karen Sól Helgadóttir og Ari Agnarsson leiða. Hressing á torginu eftir messu og sunnudagaskóla.

SANDGERÐISKIRKJA | Æskulýðs- og fjölskyldumessa kl. 14. Skólakór Sandgerðis syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur. Ungmenni úr Leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar aðstoða við þjónustu. Föndur og fjör eftir messuna.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11, Siggi Már og Bára leiða stundina og Tommi spilar undir á píanóið. Haldið verður upp á konudaginn með sérstökum hætti. Messa - altarisganga kl. 13, sr. Halldór Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, prédikar og sr. Sigurður Már Hannesson þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista. Gengið verður til altaris. Í tilefni Biblíudagsins verður boðið upp á biblíusýningu eftir stundina.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Strá fyrir straumi – Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1809-1871. Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í kvenna- og kynjasögu, talar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, héraðsprestur, þjónar.
Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Pálína Magnúsdóttir sér um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safnaðarheimilinu. Á miðvikudag er kaffi og spjall kl. 9 og kyrrðarstund kl. 12. Léttar veitingar eftir stundina.

ÚTSKÁLAKIRKJA | Sameiginleg messa með Hvalsnessókn í Sandgerðiskirkju kl. 14. Sjá Sandgerðiskirkju.

VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10 og í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11. Hátíðarmessa í tilefni konudagsins kl. 11. Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Matthildur Bjarnadóttir þjóna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flytur ávarp. Sigríður Beinteinsdóttir syngur. Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Ingvars Alfreðssonar. Pétur Valgarð Pétursson leikur á gítar. Tískusýning frá Ilse Jacobsen og léttar veitingar í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Beint streymi a facebook.com/vidalinskirkja.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlistarguðsþjónusta kl. 11 á konudaginn. Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ragnheiðar Söru Grímsdóttur og sr. Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli kl. 11. Fjölbreytt stund í umsjá Ísabellu og Helga.

YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA | Messa sunnudag kl. 17. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir prestur og Halla Marie æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Rafn organisti og Oddný sunnudagaskólakennari sjá um söng og spil.