Sauðárkrókur Elísa Bríet Björnsdóttir fer til Spánar með U17.
Sauðárkrókur Elísa Bríet Björnsdóttir fer til Spánar með U17. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Aldís Ylfa Heimisdóttir, þjálfari íslenska U17-ára stúlknalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 20 leikmenn sem taka þátt í milliriðli fyrir EM 2025 á Spáni, dagana 7.-15. mars. Í milliriðlinum leika einnig Belgía, Úkraína og Spánn en efstu lið…

Aldís Ylfa Heimisdóttir, þjálfari íslenska U17-ára stúlknalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 20 leikmenn sem taka þátt í milliriðli fyrir EM 2025 á Spáni, dagana 7.-15. mars. Í milliriðlinum leika einnig Belgía, Úkraína og Spánn en efstu lið milliriðilsins tryggja sér sæti í lokakeppninni sem fram fer í Færeyjum, 4.-17. maí. FH á flesta fulltrúa í hópnum eða fimm talsins og þá á Valur þrjá fulltrúa en leikmannahópinn má sjá í heild sinni á mbl.is/sport/efstadeild.