Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Hin eiginlegu meirihlutaskipti átti sér stað á aukafundi borgarstjórnar í gær, en þar var kosið í helstu ráð og stöður. Þar horfðu flestir ugglaust til borgarstjórastólsins, en það má einnig nokkuð lesa í það hvernig önnur sæti skipuðust.
Borgarstjóri: Heiða Björg Hilmisdóttir (S).
Formaður borgarráðs: Líf Magneudóttir (V).
Forseti borgarstjórnar og formaður velferðarráðs: Sanna Magdalena Mörtudóttir (J). Formaður umhverfis- og skipulagsráðs: Dóra Björt Guðjónsdóttir (P). Formaður skóla- og frístundaráðs: Helga Þórðardóttir (F).
Formennska í öðrum helstu ráðum og nefndum skiptist þannig: Mannréttinda- og lýðræðisráð: Sabine Leskopf (S). Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð: Skúli Helgason (S). Stafrænt ráð: Alexandra Briem (P). Innkaupa- og framkvæmdaráð: Andrea Helgadóttir (J). Almannavarnanefnd: Heiða Björg Hilmisdóttir (S) og Líf Magneudóttur (V).
Kveðið er á um að þær Líf og Dóra Björt hafi sætaskipti á kjörtímabilinu, en ljóst er að Vinstri grænir með aðeins einn fulltrúa hafa haft mikið upp úr krafsinu, en Píratar með þrjá þurft að gefa mikið eftir. Sósíalistar fá forseta borgarstjórnar, sem er virðulegt embætti en nokkuð erilsamt, enda felst í því fundarstjórn borgarstjórnar.