Borgarnes Orkuöryggi verður aukið.
Borgarnes Orkuöryggi verður aukið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í Borgarfirði eru nú margvíslegar framkvæmdir boðaðar hjá RARIK, en þær eru meðal annars viðbragð við tíðum rafmagnsbilunum á svæðinu á síðustu misserum. Þetta kom fram á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í vikunni þar sem fulltrúar orkufyrirtækisins voru til svara

Í Borgarfirði eru nú margvíslegar framkvæmdir boðaðar hjá RARIK, en þær eru meðal annars viðbragð við tíðum rafmagnsbilunum á svæðinu á síðustu misserum. Þetta kom fram á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í vikunni þar sem fulltrúar orkufyrirtækisins voru til svara. Að undanförnu hefur meðal annars verið unnið að styrkingu staura á raflínu um Mýrar, en þar hafa skemmdir verið tíðar í óveðrum.

Af öðru í Borgarfirði ætlar RARIK að styrkja aðveitustöð á Vatnshömrum í Andakíl og reisa nýjar slíkar í Borgarnesi og við Kljáfoss. Þá verða lagðir sterkari stofnstrengir í héraðinu og rafkerfi í sumarhúsabyggðum endurnýjað. Þá áformar RARIK að ljúka lagningu allra strengja í jörð að heimilum og lögbýlum á næstu fimm árum. sbs@mbl.is