Opnun Verk eftir Sólveigu Baldursd.
Opnun Verk eftir Sólveigu Baldursd.
Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og ­Margskonar I eru opnaðar í dag, laugardaginn 22. febrúar, klukkan 15 í Listasafninu á Akureyri. Segir í tilkynningu að myndhöggvarinn Sólveig Baldursdóttir opni sýningarnar formlega og eldri barnakór…

Samsýningarnar Sköpun bernskunnar 2025 og ­Margskonar I eru opnaðar í dag, laugardaginn 22. febrúar, klukkan 15 í Listasafninu á Akureyri.

Segir í tilkynningu að myndhöggvarinn Sólveig Baldursdóttir opni sýningarnar formlega og eldri barnakór Akureyrarkirkju syngi, en sýningarstjóri er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir. „Þetta er í tólfta sinn sem sýning með heitinu Sköpun bernskunnar er sett upp í Listasafninu. Markmið sýningarinnar er að efla safnfræðslu og gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára.“ Þá sé markmið sýningarinnar Margskonar I að fræða safngesti um ólíka miðla myndlistar út frá völdum verkum úr safneign Listasafnsins á Akureyri. „Verkin eru fjölbreytt, eftir ólíka listamenn og unnin með margskonar aðferðum.“