Knattspyrnumaðurinn Ísak Óli Ólafsson, leikmaður FH í Bestu deildinni, missir af fyrri hluta tímabilsins í sumar vegna meiðsla. Þetta tilkynnti Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við fótbolta.net en Ísak gekkst undir aðgerð vegna vöðvameiðsla í byrjun mánaðarins
Knattspyrnumaðurinn Ísak Óli Ólafsson, leikmaður FH í Bestu deildinni, missir af fyrri hluta tímabilsins í sumar vegna meiðsla. Þetta tilkynnti Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við fótbolta.net en Ísak gekkst undir aðgerð vegna vöðvameiðsla í byrjun mánaðarins. Hann verður frá keppni í fjóra til sex mánuði en varnarmaðurinn gekk til liðs við FH fyrir síðasta keppnistímabil og lék 25 leiki með liðinu í Bestu deildinni síðasta sumar.