Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Alexander Domalchuk-Jónasson vann öruggan og glæsilegan sigur í efsta flokki Norðurlandamóts ungmenna 20 ára og yngri sem fram fór í Borgarnesi um síðustu helgi. Íslendingar hafa yfirleitt náð gullverðlaunum í a.m.k. einum flokki af fimm en keppendur í mótinu eru yfirleitt á aldursbilinu 8-20 ára. Nokkrir íslensku þátttakendanna voru að stíga sín fyrstu spor á þessum vettvangi. Tefldar voru sex umferðir á þremur dögum og hlaut Domalchuk 5½ vinning af 6 mögulegum og varð hálfum vinningi á undan næsta manni, sem er frá Færeyjum. Benedikt Briem hlaut bronsið í A-flokknum, en hann endaði í 3. sæti með 4 vinninga. Meinleg mistök strax í byrjun tafls gegn Domalchuk reyndust dýrkeypt en viðureignina mátti telja eina af úrslitaskákum mótsins. Góð frammistaða engu að síður.
Aðrir þátttakendur Íslands voru Benedikt Þórisson í A-flokki, Markús Orri Óskarsson og Mikael Bjarki Heiðarsson í B-flokki, Jósef Omarsson og Sigurður Páll Guðnýjarson í C-flokki, Örvar Hólm Brynjarsson, Birkir Hallmundarson og Emilía Embla Berglindardóttir í D-flokki og í E-flokknum tefldu þeir Haukur Víðis Leósson og Pétur Úlfar Ernisson.
Finnar áttu sennilega sitt besta mót frá upphafi, en þeir hirtu gullið í tveim aldursflokkum og unnu fern önnur verðlaun.
Í síðustu umferð varð Domalchuk að vinna til að tryggja sér sigurinn einn. Góð leiktækni í byrjuninni, miðtafli og endatafli skilaði sigrinum að lokum:
NM ungmenna 2025, A-riðill, 6. umferð;
Alexander Domalchuk-Jónasson – Alf Andries
Enskur leikur
1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. e4 d5 4. e5 d4 5. exf6 dxc3 6. bxc3 Dxf6 7. Rf3 c5 8. d4 h6 9. Bd3 Rc6 10. O-O cxd4 11. cxd4 Rxd4 12. Rxd4 Dxd4 13. Hb1
Ein af mörgum stöðum sem geta komið upp úr þessu hvassa afbrigði enska leiksins. „Vélarnar“ fara langt með að tæma svona stöður og Domalchuk vissi að svartur getur einungis barist fyrir tafljöfnun.
13. … Bc5 14. Bb2 Df4 15. Dh5! Dg5 16. Dxg5 hxg5 17. Bxg7 Hh4 18. Hb5 Be7 19. g3 Hh5 20. Be4 a6 21. Hb3 g4 22. Bd4!
Heldur pressunni. Eftir 22. Bxb7 Bxb7 23. Hxb5 Hc5 fær svartur varist.
22. … Bc5 23. Bf6 Hb8 24. Hd1 Be7 25. Bd4 Bc5 26. h4!
Tæknilega sterkur leikur sem svartur hefði átt að svara með 26. … Bxd4 27. Hd4 Hc5 og staðan er næstum því í jafnvægi. Þá kemur einnig til greina að leika 26. … gxh3 en eftir 27. g4! Hg5 28. Bxc5 Hxc5 29. Hxh3 er vörn svarts erfið.
26. … b5? 27. cxb5 axb5 28. Bf6 Be7 29. Bc6 Kf8 30. Bxe7+ Kxe7 31. a4! Hc5?
Betri vörn var fengin með því að leika 31. … Ba6 en eftir 32. axb5 Bxb5 33. Hdb1 Bxc6 34. Hxb8 er svartur skiptamun undir en á jafnteflismöguleika.
32. Hxb5!
Knýr fram unnið endatafl.
32. … Hbxb5 33. axb5 e5 34. Hb1 Bf5 35. Hb4 Hc1 36. Kh2 Bc8 37. Bg2 Hc2 38. Kg1 Hc1 39. Kh2 Hc2 40. b6 Hxf2 41. b7 Bxb7 42. Hxb7 Kf8 43. Kg1 Hd2 44. Hb4 f5 45. Hb5 He2 46. Kf1 He3 47. Kf2!
Eftir þennan leik fær svartur ekki varið peðakeðju sína og eftirleikurinn er auðveldur.
47. …f4 48. gxf4 exf4 49. Hf5+ Kg7 50. Hxf4 Ha3 51. Hxg4 Kh6 52. Bf3 Ha2 53. Kg3 Ha3 54. Hb4 Ha6 55. Hb5 Hd6 56. He5 Hb6 57. Be4 Hf6 58. Kg4 Hf1 59. He6 Kg7 60. Hg6 Kh8 61. He6 Kg7 62. Bf5 Hf2 63. Kg5 Hg2 64. Bg4 Ha2 65. He7 Kh8 66. Kg6
- og svartur gafst upp.