Vaðölduver Svona sér Landsvirkjun fullbúið vindorkuverið fyrir sér.
Vaðölduver Svona sér Landsvirkjun fullbúið vindorkuverið fyrir sér. — Tölvumynd/Landsvirkjun
Vindorkuverið sem Landsvirkjun áformar að byggja við Vaðöldu á Þjórsár- Tungnaársvæðinu og hefur hingað til gengið undir nafninu Búrfellslundur hefur nú fengið nýtt nafn og kallast nú Vaðölduver. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun

Vindorkuverið sem Landsvirkjun áformar að byggja við Vaðöldu á Þjórsár- Tungnaársvæðinu og hefur hingað til gengið undir nafninu Búrfellslundur hefur nú fengið nýtt nafn og kallast nú Vaðölduver. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Segir fyrirtækið að eftir að staðsetningu vindorkuversins hafi verið breytt og umfang þess minnkað sé ekki talið rétt að kenna það við Búrfell, enda sé það fjall töluvert sunnar.

Framkvæmdir við vegagerð hafa staðið yfir við Vaðöldu frá síðasta hausti og er það verktakafyrirtækið Borgarverk sem hefur það með höndum. Við Vaðöldu eiga að rísa 28 vindmyllur frá þýska framleiðandanum Enercon. Áformað er að helmingur vindmyllanna fari upp næsta vor og sumar og verði þær gangsettar þá um haustið.

Gert er ráð fyrir að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir árslok 2027.