Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir er á lista tímaritsins Time yfir konur ársins.
Í grein tímaritsins segir að Laufey sé eini söngvari í heiminum sem eigi aðdáendur sem syngi djassskattsólóin hennar orð fyrir orð í fullum tónleikahöllum. Þá takist henni að vinna þvert á tónlistarstefnur og miðla. Hún sé afburðagóð þegar hún kemur fram með sinfóníuhljómsveitum sem og í léttum myndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok.
Þrettán konur skipa lista Time yfir konur árins en þær eru allar sagðar, hver á sinn hátt, vinna að betri og réttlátari heimi. Meðal annarra kvenna á listanum eru leikkonan Nicole Kidman, franska baráttukonan Gisèle Pelicot og aðgerðasinnar af ýmsum sviðum.
Laufey er sögð munu koma fram á galakvöldi Time síðar í mánuðinum en fleiri í hópi tilnefndra verða þar viðstaddar.