Damian Moloney í hlutverki Jims Bergeracs.
Damian Moloney í hlutverki Jims Bergeracs. — BlackLight TV
Endurkoma Hver man ekki eftir Bergerac, löggunni sem rannsakaði snúin sakamál í náttúruparadísinni Jersey í áttunni? Nú snýr hann aftur í nýjum þáttum sem BlackLight TV framleiðir. Nýr leikari, Damian Moloney, fer með hlutverk Bergeracs en eins og við munum þá lék John Nettles hann í gamla daga

Endurkoma Hver man ekki eftir Bergerac, löggunni sem rannsakaði snúin sakamál í náttúruparadísinni Jersey í áttunni? Nú snýr hann aftur í nýjum þáttum sem BlackLight TV framleiðir. Nýr leikari, Damian Moloney, fer með hlutverk Bergeracs en eins og við munum þá lék John Nettles hann í gamla daga. Honum var boðið gestahlutverk í nýju þáttunum en hafnaði því góða boði. Að sögn aðstandenda verða nýju þættirnir í anda þeirra gömlu en stóra breytingin verður sú að nú rannsakar Bergerac sama málið í öllum sex þáttum fyrstu seríunnar en ekki eitt mál í þætti eins og síðast. Meðal annarra leikara eru Zoë Wanamaker og Philip Glenister.