Mark Orri Steinn Óskarsson fagnar gegn Midtjylland í vikunni.
Mark Orri Steinn Óskarsson fagnar gegn Midtjylland í vikunni. — AFP/Ander Gillenea
Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í spænska knattspyrnufélaginu Real Sociedad mæta Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær en Real Sociedad hafði betur gegn Midtjylland …

Orri Steinn Óskarsson og liðsfélagar hans í spænska knattspyrnufélaginu Real Sociedad mæta Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær en Real Sociedad hafði betur gegn Midtjylland í umspili deildarinnar, samanlagt 7:3, á meðan United hafnaði í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig.

16-liða úrslitin:

Viktoria Plzen – Lazio

Bodö/Glimt – Olympiacos

Ajax – Frankfurt

AZ Alkmaar – Tottenham

Real Sociedad – Manchester Utd

FCSB – Lyon

Fenerbahce – Rangers

Roma – Athletic Bilbao

Albert og Sverrir mætast

Albert Guðmundsson og liðsfélagar hans í Fiorentina mæta Sverri Inga Ingasyni og liðsfélögum hans í Panathinaikos í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar, en Panathinaikos sló Víking úr Reykjavík úr leik í umspili keppninnar á fimmtudaginn á meðan Fiorentina hafnaði í þriðja sæti deildarkeppninnar.

Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans í Köbenhavn fá verðugt verkefni, en þeir mæta enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea sem hafnaði í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga.

16-liða úrslitin:

Jagiellonia – Cercle Brugge

Molde – Legia Varsjá

Pafos – Djurgården

Fiorentina – Panatinaikos

Celja – Lugano

Borac Banja Luka – Rapid Vín

Real Betis – Vitória

FC Köbenhavn – Chelsea