Friðrik Dór mætti í viðtal í morgunþáttinn Ísland vaknar á föstudag, sama dag og nýtt lag hans og Bubba Morthens, Til hvers þá að segja satt?, kom út. Hann fór um víðan völl í viðtalinu við Bolla og Þór, ræddi um tilurð lagsins og um samband sitt við Bubba

Friðrik Dór mætti í viðtal í morgunþáttinn Ísland vaknar á föstudag, sama dag og nýtt lag hans og Bubba Morthens, Til hvers þá að segja satt?, kom út. Hann fór um víðan völl í viðtalinu við Bolla og Þór, ræddi um tilurð lagsins og um samband sitt við Bubba. Hann rifjaði einnig upp fyrstu fjölmiðlaumfjallanirnar þar sem á hann er minnst og rakst á gleymt gælunafn – Frederico. Nafnið birtist í Fjarðarpóstinum árið 2004, þegar hann vakti athygli í Knattspyrnuskólabandinu, og var víst notað í syðri hluta Setbergshverfisins.

Friðrik ræddi einnig nýjasta fjölskyldumeðliminn, fjögurra mánaða gamlan hvolp, sem hann er í smá vandræðum með að húsvenja. „Ég er heilt yfir mjög ánægður með hundinn og ákvörðunina, en það er þetta með að losa sem ég þarf að vinna í,“ sagði hann og hló.

Viðtalið er í heild sinni á K100.is.