Þórður Ársælsson, fæddist á Önundarstöðum í A- Landeyjum 22. ferbr. 1905. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 29. mars 1975.
Foreldrar Þórðar voru, Ársæll Ísleifsson f. 1. jan. 1865, d. 12. apríl 1938 og Anna Þórðardóttir f. 13. (6). ágúst 1870 d. 13. mars 1958.
Systkini Þórðar voru:
Ísleifur Ársælsson 22. júlí 1901 - 17. mars 1902
Ísleifur Hreinn Ársælsson 24. júní 1903 - 4. mars 1918
stúlka Ársælsdóttir 23. jan. 1913 - 3. feb. 1913.
Árið 1936 kvæntist Þórður, Helgu Káradóttur f. 30. maí 1904, d. 13 júní 1999. Þau eignuðust þrjú börn:
Karl Þórðarson f. 25. febr. 1937, d. 22. jan. 2005.
Ársæll Þórðarson f. 29. jan. 1943. Maki, Eygló Karlsdóttir, f. 17. ágúst 1961.
Anna Matthildur Þórðardóttir f. 19. des. 1946. Maki Ágúst Stefánsson, f. 22. maí 1937, d. 24. feb. 2020. Börn þeirra: 1) Þórður Ágústsson f. 15. des. 1967, maki Friðný Heimisdóttir f. 4. apr. 1975. Börn þeirra: Heimir Snær f. 5.sept. 2002. Olga María f. 6. ágúst 2006. Emil Þór f. 19. apríl 2012. 2) Helga Ágústsdóttir f. 25. Jan. 1971. Maki Birgir Loftsson f. 13. maí 1967. Börn Þeirra: Anna Ágústa f.12. apríl 1994. Kári Þór f. 22. ágúst 1998. Ágúst Jens f. 15. nóv. 2003. Jón Gunnar f. 24. mars 2011. 3) Ívar Þór Ágústsson f. 15. mars 1973. Maki Bylgja Hrönn Björnsdóttir f. 17. febr. 1975. Börn þeirra: Hrannar Þór f. 3. ágúst 2011. Dagur Már f. 28. des. 2014. Samfeðra Andrea Ósk Ívarsdóttir f. 24. des. 1996, sonur hennar Leónard Antonsson f. 14. maí 2019, móðir Andreu Elín Gyða Hjörvarsdóttir f. 23. ágúst 1977.
Þórður var bóndi allt sína starfsævi. Hann ólst upp við sveitastörf og skólaganga hans var sveitaskóli þeirra tíma. Móðir hans kenndi honum bænir og las húslestra í anda náðarboðskaps kristinnar trúar. Hann hóf búskap á Önundarstöðum í A- Landeyjum en flutti þaðan að Borg á Eyrarbakka árið 1946 og bjó þar til æviloka.
Þórður var jarðsettur í Eyrarbakkakirkjugarði 5.apríl 1975
Faðir minn ólst upp á Önundarstöðum hjá foreldrum sínum. Systkini hans dóu í bernsku en uppeldisbræður pabba voru Karl Jónasson sem kom aðeins nokkurra vikna gamall í fóstrið og svo mörgum árum seinna Ágúst Guðjónsson sem líka kom á heimilið mjög ungur. Þeir reyndust pabba sem bestu bræður en eru látnir. Kaupafólk og fleira fólk var heimilisfast á Önundarstöðum um lengri eða skemmri tíma. Faðir minn ólst upp við að sjá móðir sína hjúkra gömlu karlægu fólki í einu eða fleiri rúmum baðstofunnar allan sinn uppvöxt. Velferðar málum þjóðarinnar var svo háttað í byrja 20. aldar.
Á Bakka í Landeyjum Bjó Loftur bróðir Ömmu ásamt Kristínu konu sinni og börnum. Þetta var umhverfi mannlífsins sem tengdist föður mínum hvað mest á yngri árum.
Sem ungur maður tók pabbi virkan þátt í starfi ungmennafélagsins í sveitinni og Þórður Loftsson frændi hans og góðvinur sagði mér að pabbi hafi þótt góður glímumaður og ég veit að hann var liðtækur í fleiri íþróttum. Hann ólst samt ekki upp við það að lífið fælist í því að leika sér heldur væri það vinnan sem göfgar manninn. Fyrir utan nokkrar vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum vann pabbi að mestu við bústörf. Hann mun verið hafa með þeim síðustu sem reri til fiskjar á árabát frá Landeyjarsandi.
Móðir mín fæddist í Vesturholtum, V- Eyjafjallasveit en kenndi sig jafnan við Prestshús í Vestmannaeyjum þar sem hún ólst upp. Mamma eins og pabbi áttu mikinn frændgarð í Landeyjum, þau vor þremenningar og þurftu leyfi Danakonungs til að giftast.
Pabbi og mamma tóku við búi á Önundarstöðum í Austurlandeyjum af afa og
Ömmu og voru þá um þrítugt. Á Önundarstöðum var blandaður búskapur, kýr,
sauðfé og hross og tamdi pabbi hesta og seldi. Föður mínum fannst að
Önundarstaðir hefðu verið gerðir afskiptir við lagningu akvegakerfis
innansveitar og var erfitt að koma frá sér mjólk og öðrum afurðum. Var það
ein af ástæðum þess að foreldrar mínir fluttu frá Önundarstöðum á býlið
Borg á Eyrarbakka árið 1946. Borg var erfðafestu jörð í ríkiseign sem faðir
minn keypti á síðari búskaparárum sínum af ríkinu.
Borg var vel í sveit sett hvað samgöngur varðaði og lengst af var blandaður
búskapur þar sem kýr voru uppistaðan í búskapnum. Pabbi vann í mörg ár með
búinu, þegar það hentaði og lengst af við beinamjölsverksmiðju sem var í
nágrenninu. Mamma vann aldrei utan heimilis eftir að hún giftist
pabba.
Til heimilis á Borg voru fyrsta áratuginn auk foreldra minna við þrjú
systkynin og Anna Þórðardóttir amma mín. Þórunn Pálsdóttir móður amma mín
var flest sumur á Borg. Sonur Rakelar móðursystur minnar, Sigurður
Þorkelsson kom þriggja ára gamall og var að mestu til heimilis fram yfir
fermingu en móðir hann hans var þá sjúklingur á Vífilsstöðum og faðir hans
sjómaður. Í gegnum árin voru krakkar oft í sveit einhvern tíma úr sumri.
Nefna má þar sérstaklega náinn ættingja Aðalstein Frey. Alli var á Borg
öllu sumur frá barnsaldri fram undir fermingu og oft líka í skólafríum á
vetrum. Þeim samdi vel frændunum pabba og Alla þrátt fyrir
aldursmuninn.
Faðir minn var traustur maður og mikill heimilisfaðir. Hann var heimakær og
lifði fyrir bú og fjölskyldu. Pabba féll aldrei verk úr hendi og gekk í öll
störf með áhuga og dugnaði. Anna systir minnist þess sem ég hef gleymt að
þegar pabbi var jarðsunginn í Eyrarbakkakirkju hafi einn af gömlum
sveitungum hans úr Landeyjum flutt þakkar orð til hans yfir kystunni og
sagt m.a. að hann hafi alltaf verið fyrstur til að aðstoða sveitunga sína
sem þurftu hjálpar við, sem passar vel við að pabbi var allra manna
greiðviknastur.
Hvort faðir minn átti sér eitthvað annað draumastarf en búskap veit ég ekki
en hann var laginn og amma varðveitti lengi vel hluti sem hann tálgaði úr
tré sem ungur drengur af dýrum og var það lista vel gert.
Ég held reyndar að pabbi hafi notið þess að starfa við búskap og hann hafði
gaman af jarðrækt.
Þegar faðir minn kvaddi var bústofninn nokkrar kýr og fáein hross og hafði
verið svo í nokkur ár. Mamma sagði mér að þegar frítími hans varð meiri
hafi hann varið hverri stund sem gafst til bóka lesturs.
Faðir minn var mikill dýravinur og var annt um velferð þeirra og síðasta
verk hans í þessum heimi var að brynna brúkunar hesti sem spenntur var
fyrir hestvagn, það var að morgni en kl. 13:00 sama dag var hann allur og
dó úr hjartasjúkdómi eftir sjúkrafluttning á Borgarspítalann. Segja má því
að hann hafi látist við að sýna vini úr hópi búpening síns umhyggju.
Guð blessi minningu míns kæra föður og eins minningu minnar góðu móður og
míns góða bróður, sem ég var svo lánsamur að njóta lengi samvista við. Anna
systir og hennar afkomendur sjá um að viðhalda ætt þess sem hér er minnst í
framtíðinni og megi Drottinn Jesús fylgja og blessa þá ættingja mína um
ókomna framtíð.
Þórður sinni þykku hönd
þétt um amboð tekur.
Hefur bæði tögl og högld
þó harðan geri vetur.
Fósturjörð svo fríð er hún
faðmar bóndann örmum
Mörgum breyti mó í tún
mjög þeim unni störfum.
Treysta fingur takið gott
tekur á í lyftu.
Stórum mörgum steinum brott
sterkar hendur kipptu.
Herfið lætur heljar grip
hverja þúfu saxa,
fær svo flagið grænan svip
grasið fer að vaxa.
Byggði traustið breytni vönd
blessar stritið lúi.
Fann ég hvernig föðurhönd
farsæl stýrði búi.
Ársæll Þórðarson