Aðalverðlaun Norski leikstjórinn Dag Johan Haugerud hlaut Gullbjörninn fyrir myndina Drömmer eða Drauma.
Aðalverðlaun Norski leikstjórinn Dag Johan Haugerud hlaut Gullbjörninn fyrir myndina Drömmer eða Drauma. — AFP/Tobias Schwarz
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín er keppt um hina frægu Gull- og Silfurbirni. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullbjörninn, hlaut Norðmaðurinn Dag Johan Haugerud en hann tók nýverið við Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hann sótti Ísland heim í október og kom fram á Norrænum kvikmyndadögum í Bíó Paradís. Af því tilefni ræddi hann við Morgunblaðið og viðtal var birt 9. október.