Sonarmissir Daníel Sæberg segir sorgina hafa verið sér afl til góðverka.
Sonarmissir Daníel Sæberg segir sorgina hafa verið sér afl til góðverka.
Jökull Frosti Sæberg var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann lést af slysförum fyrir tæplega fjórum árum. Faðir hans, Daníel Sæberg Hrólfsson, var staðráðinn í að nýta þann sára harm sem fylgdi sonarmissinum til að láta gott af sér leiða og halda minningu sonar síns á lofti

Jökull Frosti Sæberg var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann lést af slysförum fyrir tæplega fjórum árum. Faðir hans, Daníel Sæberg Hrólfsson, var staðráðinn í að nýta þann sára harm sem fylgdi sonarmissinum til að láta gott af sér leiða og halda minningu sonar síns á lofti.

„Ég hugsaði strax um það hvernig ég gæti nýtt þetta áfall til einhvers góðs.“

Nú efnir hann í þriðja sinn til styrktarviðburðarins Græna dagsins til minningar um Jökul Frosta, litla drenginn með fallegu grænu augun, þaðan sem nafngift viðburðarins er sprottin.

Í Dagmálum dagsins ræðir Daníel opinskátt um fráfall sonar síns og dagskrá Græna dagsins sem fram fer á afmælisdegi Jökuls Frosta sunnudaginn 2. mars, en þann dag hefði Jökull Frosti fagnað átta ára afmæli hefði hann lifað.