Hlíðarendi Valsmenn unnu mjög sannfærandi sigur á heimavelli.
Hlíðarendi Valsmenn unnu mjög sannfærandi sigur á heimavelli. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Valur vann afar sannfærandi sigur á Grindavík, 6:0, í riðli 1 í deildabikar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í gærkvöld. Valur er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, Þróttur úr Reykjavík í öðru með sex, ÍA í þriðja með fimm, Grindavík í fjórða með þrjú og Fjölnir í fimmta og neðsta sæti án stiga

Valur vann afar sannfærandi sigur á Grindavík, 6:0, í riðli 1 í deildabikar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í gærkvöld. Valur er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, Þróttur úr Reykjavík í öðru með sex, ÍA í þriðja með fimm, Grindavík í fjórða með þrjú og Fjölnir í fimmta og neðsta sæti án stiga. Gísli Laxdal Unnarsson og Jónatan Ingi Jónsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Val en hin mörkin skoruðu Patrick Pedersen og Tryggvi Hrafn Haraldsson.