Norður
♠ G5
♥ K95
♦ G972
♣ K874
Vestur
♠ K9
♥ DG8742
♦ 6
♣ ÁG32
Austur
♠ ÁD2
♥ Á6
♦ K54
♣ D10965
Suður
♠ 1087643
♥ 103
♦ ÁD1083
♣ –
Suður spilar 4♠ doblaða.
Þegar harðir keppnisspilarar nútímans eru í fyrstu hendi utan hættu gegn á nota þeir hvaða afsökun sem þeir geta fundið til að opna á frumlegum hindrunarsögnum. Í undanúrslitaleik í vetrarleikum evrópska bridgesambandsins í síðustu viku opnuðu báðir suðurspilararnir, Leonardo Fruscoloni og Sjoert Brink, í spilinu að ofan á 3♠.
Við bæði borðin sagði vestur 4♥ sem varð lokasamningurinn við annað borðið og vannst með yfirslag. En við hitt borðið var Brink ekki hættur heldur doblaði þegar kom að honum aftur, væntanlega til að reyna að sýna að hann ætti annan lit. Baz Drijver í norður var þó ekki á þeim nótum og sagði 4♠ sem voru doblaðir.
Með bestu vörn er hægt að taka 4♠ þrjá niður en eftir varnarmistök slapp Brink tvo niður og græddi 8 impa á spilinu. Ef NS hefðu fundið 5♦ fórn hefði hún einnig farið tvo niður.