Fulltrúar erlendra skipafélaga sem reka stóran hluta þeirra skemmtiferðaskipa sem hingað til lands koma funduðu með sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni í gær vegna innviðagjalds sem tekið var upp um áramótin

Fulltrúar erlendra skipafélaga sem reka stóran hluta þeirra skemmtiferðaskipa sem hingað til lands koma funduðu með sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni í gær vegna innviðagjalds sem tekið var upp um áramótin. Á fundinum voru einnig fulltrúar samtakanna Cruise Iceland sem og Cruise Lines International Association (CLIA).

Að sögn starfandi formanns Cruise Iceland kalla fulltrúarnir eftir því að gjaldinu verði frestað en svo aftur komið á í þrepum og með meiri fyrirvara. Segir hann gjaldið leiða til fækkunar á komum skemmtiferðaskipa til landsins. » 2