Donald Trump
Donald Trump
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Úkraína er í mikilli angist og hefur sú reynsla farið versnandi síðustu þrjú ár eða svo. Þó getur hún horft stolt um öxl, bæði hún öll og sá veraldarhluti sem vildi landinu vel. En flest þeirra landa töldu að Pútín myndi sigra, þótt mildingur sendi varnarliðinu vopn, seint og illa

Úkraína er í mikilli angist og hefur sú reynsla farið versnandi síðustu þrjú ár eða svo. Þó getur hún horft stolt um öxl, bæði hún öll og sá veraldarhluti sem vildi landinu vel. En flest þeirra landa töldu að Pútín myndi sigra, þótt mildingur sendi varnarliðinu vopn, seint og illa. En þó blasti við að það vinnulag væri hið versta fordæmi og yrði Nató-þjóðum dýrkeypt fyrr en síðar. Margur sem þekkir söguna, nýja og gamla, telur að núverandi forseti hafi farið illa með vald sitt og yfirburði.

Fjölmiðlamönnum er beinlínis illa við Trump, og er það gagnkvæmt. Það varð til þess að slíkir gleymdu sér og muna ekki að Trump hefur stjórnað Bandaríkjunum í einn mánuð, en Joe Biden paufaðist um Hvíta húsið í tæp fjögur ár. Trump karlinn sagði í lokatörn baráttu um Hvíta húsið að fengi hann kosningu myndi hann gera sitt til þess að breyta stríðsgæfu Úkraínu, henni í hag. Styðja verði Úkraínu til að komast úr sínum ógöngum, sem aðrir ættu sök á.

Stefna Bidens, að draga
lappir og láta Úkraínumenn fá flest það sem þeir báðu um, en eftir dúk og disk, fullkomnustu „græjur“ vopnabúrsins fengi hún bæði seint og illa. ESB-ríkin eru flest lömuð fyrir sinn aumingjadóm og örfá ríki úr þeim hópi léttu Úkraínu róðurinn. Fyrirsjáanleg úrslit eru skammt undan.