ÁSKIRKJA | Messa kl. 13. Séra Davíð Þór Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási að lokinni messu.
BESSASTAÐASÓKN | Íþrótta- og sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Vilborg Ólöf, Þórdís Ólöf, Þórarinn og Þórey María. Æskulýðguðsþjónusta í Garðakirkju kl. 17. Ræðukona Þórdís Ólöf Jónsdóttir æskulýðsleiðtogi, bakgarðshlaupari og læknanemi. Þórey María Kolbeins æskulýðsleiðtogi og menntaskólanemi spilar á píanó. Lærisveinar hans leika undir sönginn. Ástvaldur organisti, Vilborg Ólöf djákni og sr. Hans Guðberg.
BOÐUNARKIRKJAN | Samkoma kl. 11. Prédikun: Guðný Sigfúsdóttir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa 2. mars kl. 11. Sólveig, séra Þorvaldur og Ásdís Magdalena leiða stundina. Samvera í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Guðsþjónusta kl. 13 þar sem Barnakór Fossvogs mun syngja. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða almennan safnaðarsöng undir stjórn Jónasar Þóris organista. Ungir orgelnemar munu leika á orgel. Séra Þorvaldur flytur hugleiðingu og leiðir stundina ásamt messuþjónum.
DIGRANESKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Í stað hefðbundinnar guðsþjónustu verður fjölskyldumessa í tilefni æskulýðsdagsins.
Barnakór Digranes- og Hjallakirkju leiðir söng undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar organista, Helga Bragadóttir er prestur, Kristján Óli og Ágústa leiða stundina. Andlitsmálning, pylsur, ávextir og og leikur í kapellunni eftir stundina.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11, séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Alla þriðjudaga er bæna- og kyrrðarstönd kl. 12 og opið hús í safnaðarheimilinu í framhaldinu. Öll þriðjudagskvöld eru Bach-tónleikar kl. 20.
FRIÐRIKSKAPELLA | Velkomin í messu JELK sunnudag kl. 11. Sakarías Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Torkild Masvie, biskup LKNI, vísiterar. Kaffi og meðlæti eftir messu.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldustund 2. mars kl. 14. Föstuinngangur. Tónlist flytur Barnakórinn við Tjörnina undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og Hljómsveitin Mantra undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina.
Fermingarungmenni og fjölskyldur þeirra hvött til að mæta.
GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arna Grétarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Athöfnin verður einstök því sr. Arna mun meðal annars ferma ungan pilt. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sunnudag. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Barna- og unglingakór Grafarvogs í Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Auðar Guðjohnsen. Undirleikari er Stefán Birkisson. Vörðumessa verður Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Tónlist, heilög máltíð og kertaljós.
GRENSÁSKIRKJA | Æskulýðsdagurinn. Guðsþjónusta kl. 11. Skólahljómsveit Austurbæjar leikur nokkur lög, stjórnandi er Snorri Heimisson. Jónas Þórir ásamt kór Grensáskirkju leiðir söfnuðinn í söng. Sr. Sigríður Kristín þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur er Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur. Félagar úr Grundarkórnum leiða söng undir stjórn Kristínar Waage organista.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11. Kvöldmessa kl. 20. Sr. Jónína Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Organisti er Kári Þormar.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Æskulýðsdagurinn. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Kór Öldutúnsskóla og Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng undir stjórn Brynhildar Auðbjargardóttur. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.
Umsjón með barnastarfi: Ragnheiður Bjarnadóttir, María Elísabet Halldórsdóttir og Lára Ruth Clausen. Ensk messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari.
HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í sal safnaðarheimilis Háteigskirkju á 2. hæð. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Drengjakór Reykjavíkur syngur undir stjórn Þorsteins Freys Sigurðssonar. Heitt á könnunni og djús í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa með Minecraft-tónlist kl. 20. Tónlist úr hinum sívinsæla tölvuleik Minecraft verður í forgrunni undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar organista, prestur er Helga Bragadóttir. Kaffi, molar og spjall eftir messu.
Hvanneyrarkirkja | Messa kl. 11. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar og flytur bænir kvenna á Cook-eyjum í Kyrrahafi í tilefni Alþjóðabænadags kvenna. Organisti er Dóra Erna Ásbjörnsdóttir. Kaffi kl. 10 í Skemmunni. Kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12.10. Fjölskyldu-flæðimessa í Reykholtskirkju kl. 13.
HVERAGERÐISKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta 2. mars kl. 20. Prestur er Solveig Lára Guðmundsdóttir fyrrum vígslubiskup á Hólum. Organisti er Miklós Dalmay.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sameiginleg samkoma Íslensku Kristskirkjunnar og Kristniboðssambandsins (SÍK) kl. 13. Kynning á kristniboðsstarfinu á Íslandi og hvatning til kristniboðs. Friðrik Schram prédikar, Keith Reed og fjölskylda sér um tónlist. Léttar veitingar í boði eftir samkomuna.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Helga, Jón Ingi, Rut og Grybos leiða sunnudagaskóla. Sr. Fritz Már þjónar ásamt Halldóru og Helga messuþjónum. Steinunn Björg sér um tónlist. Súpa og brauð í Kirkjulundi eftir guðsþjónustu. Miðvikudaginn 5. mars er æðruleysismessa kl. 20. Fritz Már þjónar ásamt Elvu Björk messuþjóni. Steinunn og Ólöf flytja fallega tóna.
KIRKJUSELIÐ í Spöng | Vörðumessa kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng. Organisti er Arngerður María Árnadóttir. Tónlist, heilög máltíð og kertaljós.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson leiðir guðsþjónustuna. Leiðtogar úr æskulýðsstarfi taka þátt með ýmsum hætti í guðsþjónustunni. Skólakór Kársnesskóla syngjur.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11, léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar syngja barnakórarnir Graduale Futuri og Graduale Liberi undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir prestur þjónar við messuna og Sara Grímsdóttir leiðir sunnudagaskólann.
LAUGARNESKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Davíð Þór leiðir stundina ásamt sunnudagaskólaleiðtogunum Steinunni, Evu og Judith. Barnakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Þórunnar Grétu Sigurðardóttur. Kaffiveitingar og samvera í safnaðarheimilinu eftir messu.
NESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta á æskulýðsdaginn. Þema hennar er Við erum friðflytjendur og verður það skoðað í tali, tónum og iðju. Stúlknakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Steinunn A. Björnsdóttir leiðir guðsþjónustuna með starfsfólki barnastarfs og sjálfboðaliðum. Hressing og samfélag á torginu að lokinni guðsþjónustu.
REYKHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu-flæðimessa kl. 13 í tilefni Æskulýðsdags þjóðkirkjunnar. Umsjón hafa María prestur og Dóra Erna organisti. Söngsveit barna og ungmenna syngur. Kleinur og djús í lok stundar. Messa kl. 11 á Hvanneyri.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Bára og Steinunn leiða stundina. Barnakór Seljakirkju syngur. Bolludagsbollur að stund lokinni. Sameiginleg æskulýðsmessa í Breiðholti kl. 18 í Seljakirkju. Sr. Steinunn og sr. Pétur sjá um stundina. Barnakór Seljakirkju syngur. Börn úr Barnastarfi Seljakirkju sýna leikrit. Unglingar úr Fella-og Hólakirkju lesa ritningarlestra. VÆB-bræður halda uppi stuðinu.
Veitingasala í fjáröflunarskyni fyrir Æskulýðsfélagið Sela að messu lokinni. Grillaðar samlokur, pylsur og kökur.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10. Messukaffi og leikur eftir samveru. Sunnudagaskólahátíð kl. 11. Sr. Matthildur Bjarnadóttir og fræðarar sunnudagaskólans leiða stundina. Barna- og unglingakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur. Boðið verður upp á veitingar og andlitsmálningu eftir athöfnina.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjölskylduhátíð og sunnudagaskóli kl. 11 á æskulýðsdaginn – saman í einni athöfn. Söngfuglarnir syngja undir stjórn Sveins Arnars og Ísabellu sem leiða stundina ásamt sr. Braga. Vöfflukaffi í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA | Æskulýðsmessa sunnudag kl. 11. Baldur prestur og Halla þjóna. Meðlimir úr kór kirkjunnar og þátttakendur úr barnastarfi kirkjunnar leiða söng undir stjórn Rafns Hlíðkvist organista kirkjunnar. Oddný sunnudagaskólakennari spilar á píanó. Börn úr NTT-starfi kirkjunnar frumsýna stuttmynd þar sem þau leika. Listsýning með verkum frá sunnudagaskólanum og Krílakrútt verða til sýnist. Síðar um daginn veður íþróttasunnudagaskóli kl. 17.