Þjóðkirkjan Auglýst er eftir presti til þjónustu við söfnuðinn í Noregi.
Þjóðkirkjan Auglýst er eftir presti til þjónustu við söfnuðinn í Noregi. — Morgunblaðið/Eggert
Þjóðkirkjan hefur framlengt umsóknarfrest um starf sóknarprents hjá íslenska söfnuðinum í Noregi og rennur fresturinn nú út þann 10. mars nk. að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Miðað er við að sá sem ráðinn verður geti hafið störf 1

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Þjóðkirkjan hefur framlengt umsóknarfrest um starf sóknarprents hjá íslenska söfnuðinum í Noregi og rennur fresturinn nú út þann 10. mars nk. að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar. Miðað er við að sá sem ráðinn verður geti hafið störf 1. ágúst.

Spurður um ástæðu þess að umsóknarfresturinn hafi verið framlengdur segir Heimir Hannesson samskiptastjóri þjóðkirkjunnar í samtali við Morgunblaðið að valnefndin hafi óskað eftir framlengingunni. Upphaflega var gefinn tveggja vikna umsóknarfrestur skv. starfsreglum kirkjunnar, en hann síðan framlengdur um aðrar tvær þar sem um er að ræða starf erlendis. Allar umsóknir um starfið fara til valnefndarinnar sem fer yfir þær og ræðir við umsækjendur.

Heimir segir að þegar hafi borist umsóknir en honum var ekki kunnugt um hversu margar.

Í auglýsingunni kemur m.a. fram að ráðningarsambandið sé við íslenska söfnuðinn í Noregi sem á prestssetur í Osló sem prestinum gefist kostur á að leigja á hagstæðum kjörum.

Þar segir einnig að óskað sé eftir presti með farsæla reynslu af kirkjulegu starfi sem búi yfir góðri leiðtogahæfni, frumkvæði og sveigjanleika. Presturinn muni sinna hefðbundnum prestsverkum og leiða reglubundið helgihald ásamt því að standa fyrir ýmsum viðburðum í söfnuðinum.

Höf.: Ólafur E. Jóhannsson