Kim Rossi Stuart fer með aðalhlutverkið, leikur Hlébarðann sjálfan.
Kim Rossi Stuart fer með aðalhlutverkið, leikur Hlébarðann sjálfan. — AFP/Filippo Monteforte
Hlébarði Netflix hefur látið vinna sex þátta seríu upp úr hinni frægu skáldsögu Giuseppes di Lampedusas; Hlébarðanum, sem fjallar um ástir og örlög hefðarfólks á Sikiley um miðja 19. öld. Með helstu hlutverk fara Kim Rossi Stuart, Saul Nanni og Deva Cassel og fóru tökur fram á Sikiley

Hlébarði Netflix hefur látið vinna sex þátta seríu upp úr hinni frægu skáldsögu Giuseppes di Lampedusas; Hlébarðanum, sem fjallar um ástir og örlög hefðarfólks á Sikiley um miðja 19. öld. Með helstu hlutverk fara Kim Rossi Stuart, Saul Nanni og Deva Cassel og fóru tökur fram á Sikiley. Luchino Visconti gerði fræga kvikmynd upp úr sömu sögu 1963 með Burt Lancaster og fleirum. Frumsýnt 5. mars.