— Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Áhafnir varðskipsins Freyju og bandaríska kafbátsins USS Delaware vinna saman að því að ferja birgðir um borð í kafbátinn fyrr í vikunni. Landhelgisgæslan hefur þjónustað kjarnorkuknúna kafbáta bandaríska sjóhersins frá 2023 og var þessi heimsókn USS Delaware sú sjöunda síðan þá

Áhafnir varðskipsins Freyju og bandaríska kafbátsins USS Delaware vinna saman að því að ferja birgðir um borð í kafbátinn fyrr í vikunni. Landhelgisgæslan hefur þjónustað kjarnorkuknúna kafbáta bandaríska sjóhersins frá 2023 og var þessi heimsókn USS Delaware sú sjöunda síðan þá. Kafbáturinn er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn.

Kafbátar bandalagsríkja og kafbátaleitarvélar gegna mikilvægu hlutverki við eftirlit og stöðuvitund á Norður-Atlantshafi og stuðla þannig að auknu öryggi bandalagsríkja, þar á meðal á hafsvæðinu í kringum Ísland. Þjónustuheimsóknirnar eru liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins.