Enska knattspyrnufélagið Liverpool tapaði 57 milljónum punda fyrir skatt á tímabilinu 2023-24. Tapið er 48 milljónum meira en tímabilið á undan. Þrátt fyrir það hækkuðu heildartekjur félagsins umtalsvert, eða um 20 milljónir punda
Enska knattspyrnufélagið Liverpool tapaði 57 milljónum punda fyrir skatt á tímabilinu 2023-24. Tapið er 48 milljónum meira en tímabilið á undan. Þrátt fyrir það hækkuðu heildartekjur félagsins umtalsvert, eða um 20 milljónir punda. Ástæðuna fyrir tapinu má helst rekja til þess að Liverpool keypti fjóra leikmenn fyrir tímabilið, miðjumennina Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister, Ryan Gravenberch og Wataru Endo.