Ásta Guðrún Óskarsdóttir opnar listasýningu sína í versluninni LaBoutiqueDesign, Mýrargötu 18, í dag, laugardaginn 1. mars, klukkan 14-16. Segir í tilkynningu að sýningin, sem beri yfirskriftina Nafnlaus, kona, standi til og með 26. apríl og að verkin samanstandi af svarthvítum klippimyndum sem festar séu með títuprjónum á málaðan korkbakgrunn.
„Ljósmyndirnar tók Ásta Guðrún af kvenmanns- og karlmannsstyttum sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu. […] Með klippimyndaverkinu skapar Ásta Guðrún nýjan veruleika fyrir nafnlausu konurnar úr fortíðinni og fær til þess lánuð frá karlmannsstyttum föt þeirra og öryggið uppmálað!“