Norður
♠ 764
♥ 65
♦ 96
♣ ÁG9543
Vestur
♠ D92
♥ G108
♦ KD85
♣ 1076
Austur
♠ 108
♥ 97432
♦ G10732
♣ K
Suður
♠ ÁKG53
♥ ÁKD
♦ Á4
♣ D82
Suður spilar 6♣.
Það er stundum sagt í hálfkæringi að laufakóngurinn sé alltaf blankur en í raun er sjaldan rétt spilamennska að reiða sig á það. Þó geta slíkar stöður komið upp.
Í spilinu að ofan spilar suður 6♣ eftir að hafa opnað á alkröfu og andstæðingarnir skiptu sér ekki af sögnum Útspilið er ♦K.
Það eru ýmsir möguleikar á 12 slögum, svo sem að enginn gjafaslagur sé á tromp eða svíning fyrir ♠D gangi. En þótt trompkóngurinn liggi fyrir svíningu er það ekki trygging fyrir því að sleppa við að gefa trompslag.
Besta leiðin er að spila laufi á ás í öðrum slag. Ef smáspil koma í slaginn getur sagnhafi tekið hjartaslagina og hent tígli, trompað tígul og spilað laufi. Ef vestur á kónginn annan er hann endaspilaður, en ef austur á kónginn eða vestur kónginn þriðja er spaðasvíningin enn eftir.
Eins og spilið er kemur laufakóngurinn í ásinn og eftirleikurinn er auðveldur.