Sólon Rúnar Sigurðsson fæddist 1. mars 1942 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Laufey Einarsdóttir, f. 1920, d. 2003, og Sigurður M. Sólonsson, f. 1907, d. 1958. Sólon ólst upp í Þingholtunum

Sólon Rúnar Sigurðsson fæddist 1. mars 1942 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Laufey Einarsdóttir, f. 1920, d. 2003, og Sigurður M. Sólonsson, f. 1907, d. 1958.

Sólon ólst upp í Þingholtunum. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík áður en hann hóf störf hjá Landsbankanum. Fyrst sem almennur starfsmaður, fulltrúi, gjaldkeri og deildarstjóri til ársins 1972. Þá hélt hann til London til starfa hjá Scandinavian Bank, National Westminster Bank og Manufacturers Hannover Trust til ársins 1973. Þá sneri hann Íslands og var deildarstjóri hjá Landsbankanum til 1978, þegar hann varð útibússtjóri bankans í Snæfellsútibúi. Hann hóf störf hjá Búnaðarbankanum árið 1983 og varð aðstoðarbankastjóri og forstöðumaður erlendra viðskipta.

Hann var bankastjóri Búnaðarbankans frá 1990 til 2003 er bankinn sameinaðist Kaupþingi. Hann var bankastjóri KB banka, þar til hann lét af störfum árið 2004.

Sólon var stjórnarformaður VISA Ísland, Lýsingar fjármögnunarfyrirtækis og Sjóvár.

Eiginkona Sólons var Jóna Vestfjörð Árnadóttir, f. 4.4. 1943, d. 19.5. 2022. Þau eignuðust fjögur börn.

Sólon lést 21. júní 2022.