Líffræðikennarinn: „Ef ég hoppaði upp á þetta borð núna, hvaða partur af líkamanum myndi bregðast við?“
Nemendur: „Hláturtaugarnar okkar, kennari!“
Í skólanum spyr kennarinn hvers vegna gíraffar séu með svona langan háls.
Jói veit svarið: „Því höfuðið þeirra er svo hátt uppi!“
Kennarinn: „Kristján, hvert var mesta afrek Rómverja?“
Kristján: „Að læra latínu!“
Dómari spyr ræningjann: „Hvað var í pakkanum sem þú stalst?“
Ræninginn: „Ég veit það ekki. Ég var að spara að opna hann þangað til ég ætti afmæli.“
Lögregluþjónn: „Þú keyrir of hratt!“
Óli: „Ég var bara að fylgja umferðinni!“
Lögregluþjónn: „En það er engin umferð!“
Óli: „Ég veit, ég er svo langt á eftir þeim og er að reyna að ná þeim.“
Hópur af leikskólakrökkum fer í dýragarðinn. Þegar Soffía litla sér broddgölt segir hún: „En æðislegt! Það eru meira að segja hlaupandi kaktusar hérna!“
Mamma kemur í barnaherbergið til að bjóða góða nótt: „Emma mín, fæturnir á þér stingast undan sænginni. Er þér ekki kalt?“
„Jú, svolítið!“ segir sú stutta pirruð.
„Af hverju seturðu ekki fæturna undir sængina?“
„Ég vil ekki hafa eitthvað svona kalt uppi í rúmi!“
Hóteleigandinn við ferðamennina: „Ykkur á eftir að líða eins og þið séuð heima hjá ykkur!“
„Æ, æ, okkur langaði svo að skipta um umhverfi.“
Ferðamaður skrifar í gestabók. Hann setur stóra pöddu á bókina og skrifar: „Ég tók ekki herbergið. Ég hef oft lent í að það séu pöddur á hótelum en að þær spyrji um númerið á herberginu mínu hef ég aldrei lent í áður!“
„Þjónn! Er langt í pítsuna mína?“
„Nei, bara svona fimm metrar“
Pétur: „Ég er sko nautsterkur af því að ég er svo duglegur að borða kjöt!“
„Það hefur ekkert að segja,“ svarar Marta.
„Ég er til dæmis mjög dugleg að borða fisk en samt kann ég ekki að synda!“
Steinunn fór í dýrabúðina þar sem hana langar að kaupa sér hreinræktaðan hund. Starfsmaðurinn fullvissar hana um að hundurinn sem um er að ræða sé alveg hreinræktaður en Steinunn er enn efins.
Að lokum segir starfsmaðurinn: „Sko, hann er svo hreinræktaður að ef hann gæti talað væri hann of snobbaður til að segja stakt orð við okkur tvö!“