Árlegir hátíðartónleikar Tónlistarsjóðs Rótarý verða haldnir í Salnum í dag kl. 17. Á tónleikunum verður úthlutað styrkjum til tveggja ungra tónlistarmanna, sem í ár eru Hjörtur Páll Eggertsson sellóleikari og hljómsveitarstjóri og Kristín Ýr Jónsdóttir flautuleikari. Þau koma fram á tónleikunum, en þar koma einnig fram nokkrir styrkþegar fyrri ára, þau Guðbjartur Hákonarson fiðluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari og Bryndís Guðjónsdóttir sópransöngkona auk Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara.
„Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi var settur á laggirnar að hugmynd og frumkvæði Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara og félaga í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram 2005 og fyrsti styrkþeginn var Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, sem á dögunum fékk hin eftirsóttu alþjóðlegu Grammy-verðlaun fyrir list sína. Ár hvert síðan hefur sjóðurinn veitt ungum og efnilegum tónlistarnemum styrki, alls 36 talsins með styrkþegum þessa árs,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að hvor styrkþeki ársins hljóti eina milljón króna. Miðar fást á tix.is.