Spennuþrunginn Fundinum var ætlað að draga úr spennu milli Bandaríkjanna og Úkraínu.
Spennuþrunginn Fundinum var ætlað að draga úr spennu milli Bandaríkjanna og Úkraínu. — AFP/Saul Loeb
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Volodimír Selenskí Úkraínuforseta um að hætta á að heimsstyrjöld brjótist út á fordæmalausum fundi leiðtoganna fram fór á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í gær

Magnea Marín Halldórsdóttir

magnea@mbl.is

Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Volodimír Selenskí Úkraínuforseta um að hætta á að heimsstyrjöld brjótist út á fordæmalausum fundi leiðtoganna fram fór á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu í gær. Trump og varaforseti hans J.D. Vance helltu sér yfir Selenskí áður en fundurinn leystist upp og Úkraínuforseta var vísað á dyr.

„Annaðhvort ger­irðu samn­ing eða við erum hætt þessu,“ sagði Trump við Selenskí á fundinum en markmiðið með honum var að draga úr spennu á milli land­anna.

„Þú ert að spila með líf millj­óna manna. Þú ert að hætta á þriðju heims­styrj­öld­ina og það sem þú ert að gera er van­v­irðing við þetta land,“ full­yrti Trump.

Fundurinn átti að draga úr spennu

Selenskí var í Hvíta hús­inu til að skrifa und­ir samn­ing um að deila jarðefna­auðlind­um Úkraínu með Bandaríkjunum og til að ræða friðarsamn­ing við Rúss­land, þrátt fyr­ir að Trump hafi nýlega sakað úkraínska starfsbróður sinn um að vera einræðisherra. J.D. Vance sagði Selenskí sýna Banda­ríkja­for­seta van­v­irðingu á skrif­stofu hans. Trump tók und­ir með vara­for­seta sín­um og ástandið varð sí­fellt spennuþrungn­ara.

Skrifaði ekki undir samninginn

Trump er sagður hafa vísað Selenskí á dyr í kjöl­far þess að upp úr sauð á fundinum á for­seta­skrif­stof­unni fyr­ir opn­um tjöld­um. Sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna, sem átti að fara fram eftir fundinn í Hvíta húsinu, var í kjölfarið aflýst.

Selenskí skrifaði ekki und­ir samn­inginn um að deila jarðefna­auðlind­um Úkraínu, en Trump hafði áður sagt að samn­ing­ur­inn yrði und­ir­ritaður á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi.

Í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér að fundi loknum segir Trump að Selenskí sé greinilega ekki tilbúinn fyr­ir frið ef Banda­rík­in eiga hlut að máli, af því hann telji þátttöku Bandaríkjanna gefa sér for­skot í samn­ingaviðræðum.

„Ég vil ekki for­skot, ég vil frið. Hann van­virti Banda­ríki Norður-Am­er­íku okkar ástkæru forsetaskrifstofu. Hann get­ur komið til baka þegar hann er tilbú­inn fyr­ir frið.“

Höf.: Magnea Marín Halldórsdóttir