Löggæsla Amanda Seyfried leikur lúna löggu í myndaflokknum Long Bright River sem falið er að sinna löggæslu í gamla hverfinu sínu í Fíladelfíu en þar geisar ópíóíðafaraldur, eins og víðar. Þegar nokkrar konur finnast síðan myrtar óttast aðalpersónan …
Löggæsla Amanda Seyfried leikur lúna löggu í myndaflokknum Long Bright River sem falið er að sinna löggæslu í gamla hverfinu sínu í Fíladelfíu en þar geisar ópíóíðafaraldur, eins og víðar. Þegar nokkrar konur finnast síðan myrtar óttast aðalpersónan að það tengist mögulega hvarfi systur hennar, sem Ashleigh Cummings leikur, en hún er í senn fíkill og vændiskona. Byggt er á metsölubók Liz Moore frá 2020 en hún kemur einnig að handritsgerðinni ásamt Nikki Toscano. Long Bright River kemur inn á Peacock-veituna 13. mars.