Sænska knattspyrnufélagið Norrköping er í miklum fjárhagserfiðleikum eftir að félagið tapaði 43,8 milljónum sænskra króna á síðasta ári en það samsvarar tæplega 600 milljónum íslenskra króna. Var tapið mun meira en forráðamenn félagsins gerðu ráð…
Sænska knattspyrnufélagið Norrköping er í miklum fjárhagserfiðleikum eftir að félagið tapaði 43,8 milljónum sænskra króna á síðasta ári en það samsvarar tæplega 600 milljónum íslenskra króna. Var tapið mun meira en forráðamenn félagsins gerðu ráð fyrir en það skýrist aðallega af því að félaginu mistókst að selja leikmenn. Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Jónatan Guðni Arnarsson leika allir með Norrköping.